Fimmtudagur 28. nóvember, 2024
-9.2 C
Reykjavik

„Svartur fössari” á hlutabréfamarkaði … nema hjá Sýn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu opnuðu allir rauðir í morgunsárið á hinum svokallaða Black Friday og útlit fyrir að markaðir vestanhafs myndi einnig opna á „útsölu“. Kauphöllin á Íslandi var engin undantekning og viðskipti hófust með skörpum lækkunum og þá sérstaklega í flugfélögum. Á því var þó ein undantekning en fjarskiptafyrirtækið Sýn hækkaði fljótlega í hundruðum milljóna króna viðskiptum um ríflega 3 prósent.
Kaupendur hlutabréfa um allan heim virðast því getað verslað sér hlutabréf á „afslætti“ í dag. Lækkunin kemur þó ekki til af góðu en alþjóðlegir fjölmiðlar hafa vakið athygli á nýju afbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í ákveðnum löndum Suður-Afríku. Kári Stefánsson sagði þó í hádeginu að ósannað væri að nýja afbrigðið væri verra en áfram berast kórónufréttir og nú síðast frá Belgíu um nýja afbrigðið sem er sagt hafa borist þangað. Þrátt fyrir lækkanir hlutabréfamarkaða og fréttir frá Suður-Afríku er líklegt að kaupmenn gleðjist í dag líkt og á öðrum „Svörtum fössurum“ en sá dagur hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn stærsti dagur í verslun hér á landi. Í ljósi kórónu-ástandsins má þó búast við að margir nýti sér netverslun þetta árið og fái glaðninginn sendan heim …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -