Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sinnt ýmsum hlutverkum á ævi sinni. Hún hefur verið dómsmálaráðherra, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún hefur verið ritari Sjálfstæðisflokksins, formaður Heimdallar, lögreglumaður og blaðamaður.
Inn á milli hefur hún þóst vera stuðningsmaður Fylkis og hefur klæðst búningi félagsins í sjónvarpsþáttum og auglýsingum. Lítið hefur hins vegar sést til hennar viðburðum félagsins. Sama verður ekki sagt um Dag B. Eggertsson, þingmann Samfylkingarinnar, sem hefur mætt árum saman á viðburði og leiki.
Áslaug Arna lét sig þó ekki vanta á þorrablót KR í Vesturbænum síðustu helgi. Engum sönnum Fylkismanni myndi detta í hug að láta sjá sig þar. Nokkuð ljóst er að Áslaug getur varla lengur kallað sig stuðningsmann félagsins eftir „svik“ sem þessi …