Ein óvæntustu úrslit sveitarstjórnarkosninganna urðu í Hveragerði þar sem meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll og farsælum bæjarstjóra, Aldísi Hafsteinsdóttur, var hent út á Guð og gaddinn. Hluta af skýringu þess hvernig fór eflaust að finna í því að íþróttahúsið fauk í ofviðri og mikill vandræðagangur hófst. En nú brosir gæfan á ný við blómabænum og nýr bæjarstjóri hefur valinn. Sá útvaldi er íþróttahetjan Geir Sveinsson sem hefur undanfarin ár búið erlendis. Geir er kvæntur fjölmiðlakonunni Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og fetar nú í fótspor tengdaföður síns, gamla góða Villa, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík. Hann er ekki alveg ókunnur stjórnmálum því hann tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 2009 en hlaut ekki brautargengi. ÞAð skondna er að meirihlutinn sem felldi Sjálfstæðisflokkinn fær bæjarstjóra úr Sjálfstæðisflokknum. Reiknað er með að tilkoma hjónanna verði Hveragerði nokkur lyftistöng …