Það mun eflaust fara mikill tími hjá Sósíalistaflokknum á næstum mánuðum að greina hvað fór úrskeiðis í síðustu alþingiskosningum en flokkurinn var grátlega nálægt því að komast inn á Alþingi.
Yngvi Ómar Sighvatsson ákvað að skrifa um hvað hann telur að hafi úrskeiðis í kosningabaráttu flokksins en Yngvi hefur verið mjög virkur í skrifum um húsnæðismál. Hann birti gagnrýni sína í Facebook-hópi flokksins og hefur mikil umræða skapast í kringum þá gagnrýni. Athygli vekur að Andrea Helgadóttir, borgarfulltrúi flokksins, tók mjög illa í greiningu Yngva en það þarf þó ekki að koma á óvart því hún hefur lengi haft það orðspor að hún sé erfið í samstarfi og samskiptum.
Viðbrögð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita flokksins í borginni, voru hins vegar allt önnur og þakkaði hún fólki sérstaklega fyrir umræðuna …