Það er ekki á hverjum degi sem alþingismenn ákveða að birta þúsund orða grein á Vísi vegna hugleiðinga almennings á samfélagsmiðlum um framtíð Íslands en það er nákvæmlega það sem Snorri Másson, tilvonandi þingmaður Miðflokksins, gerði í gær.
Sá einstaklingur sem ritaði hugleiðinguna er Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, en hann sat á Alþingi fyrir flokkinn frá 2018 til 2022 en hefur ekkert hlutverk innan flokksins í dag. Það stöðvaði hins vegar ekki Snorra í að reyna flétta hugleiðingar rithöfundarins inn í áætlun ríkisstjórnarinnar að leyfa þjóðinni að kjósa hvort Ísland eigi að taka aftur upp viðræður við ESB um mögulega inngöngu.
Guð forði almenningi frá því að Nichole Leigh Mosty tjái sig um leikskólamál eða Magnús Þór Hafsteinsson skrifi um kvótakerfið á samfélagsmiðlum ef fjölmiðlamaðurinn fyrrverandi ætlar að svara öllum sem hafa haldið ræðu á Alþingi. Snorri gæti þurft að stofna eigin fjölmiðil fyrir allar svargreinarnar …