- Auglýsing -
Akurnesingurinn Ágúst Heiðar Ólafsson vakti þjóðarathygli þegar upp komst að hann var bæði í framboði fyrir Flokk fólksins og Frjálslynda lýðræðisflokkinn. Hann var þess utan
í framboði í tveimur kjördæmum. Ágúst Ingi lýsti því að offramboðið hefðu verið mistök af sinni hálfu. Ágústi Ingi er af grónum Framsóknarættum, sonur Ólafs Þ. Þórðarsonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins. Þingmannssonurinn hefði því kannski átt að vita betur. Málið vakti mikla úlfúð og sá Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins samsæri í málinu og taldi Ingu Sæland og félaga í Flokki fólksins vera að vinna skemmdarverk á örframboði sínu. Honum hefur nú verið hent út af báðum listum. …