Bjarni Benediktsson forsætisráðherra stendur á þeim tímamótum að flokkur hans hefur fest sig í sessi sem næststærsti flokkur landsins þar sem hann flatrekur í kjölfari Samfylkingar Kristrúnar Frostadóttir. Bjarni er þess utan með yfirlýsingar 40 þúsund Íslendinga á bakinu um að hann njóti ekki trausts sem forsætisráðherra.
Sjálfstæðismenn hafa margir hverjir spurningar um það hvert stefni með flokk þeirra. Það voru því margir spenntir þegar Mogginn upplýsti í frétt að „þjarmað“ yrði að Bjarna í þeim umtalaða þætti Spursmálum Stefáns E. Stefánssonar. Nokkrir kærleikar hafa verið með Bjarna og umræddum Stefáni. Bjarni hefur sem ráðherra ítrekað útvegað eiginkonu Stefáns, Söru Lind Guðbergsdóttur, forstjórastarf á vegum ríkisins og án auglýsingar.
Flestir ráku upp stór augu þegar þátturinn var frumsýndur. Því fór víðs fjarri að þjarmað væri að Bjarna. Værðarlegt hjal væri betri lýsing á efnistökunum og kærleikurinn einkenndi samtal þeirra félaga. Aðeins vantaði amen á eftir efninu …