Leit er nú hafin að nýjum landsliðsþjálfara fyrir karlalandslið Íslands í knattspyrnu eftir að Åge Hareide ákvað að hætta þjálfun en Norðmaðurinn er rúmlega 70 ára gamall. Telja þó flestir að Hareide hefði haldið áfram með landsliðið ef opið veski KSÍ hefði verið til staðar.
Nú er það í höndum Þorvaldar Örlygssonar, formanns KSÍ, og stjórnar KSÍ að finna næsta þjálfara. Formaðurinn hefur gríðarlega mikla reynslu úr knattspyrnuheiminum eftir að hafa verið þjálfari og leikmaður á háu stigi.
Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson hafa oftast verið nefndir sem líklegir arftakar Hareide en mögulegt er að þeir séu ekki á réttum stað á ferlinum til taka starfið að sér. Þá hefur nafn Rúnars Kristinssonar, eins besta leikmanns í sögu landsins, verið nefnt oftar og oftar en sem þjálfari hefur hann reynslu frá útlöndum og náð góðum árangri á Íslandi. Sagt er þó að KSÍ og Þorvaldur ætli að taka sér góðan tíma í að finna næsta þjálfara, hver sem það verður, enda eru margir mánuðir í næsta keppnisleik landsliðsins. Þolinmæði þrautir allar vinnur er víst mottóið á skrifstofu KSÍ þessa daganna …