Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Þórður er dapur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar, er í erfiðri stöðu vegna símamáls Páls Steingrímssonar skipstjóra. Páll var rændur síma sínum á sjúkarbeði þar sem hann lá í lífsháska. Gögn úr símanum urðu fréttaefni víða þar sem við sögu komu samskipti stuðningsmanna og starfsmanna Samherja sem vildu rétta af ímynd félagsins. Kjarninn, sem Þórður ritstýrði í þá daga, birti gögnin. Við það tækifæri upplýsti Þórður að hann og starfsfólk fjölmiðilsins hefði ekki brotið lög þar sem þriðji aðili hefði rænt símanum. Þórður hefur undanfarnin þrjú ár verið með stöðu grunaðs manns vegna símaþjófnaðarins.

Hann bar sig aumlega í færslu á Facebook í gær. „Í dag eru 877 dagar síðan að mér var tilkynnt um að ég væri með stöðu sakbornings í rannsókn embættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra á mér og nokkrum öðrum blaðamönnum …,“ skrifar Þórður og rifjar upp að fréttaskrif byggð á gögnum úr síma Páls urðu um „Skæruliðadeild Samherja”.

Dapurleikinn svífur yfir vötnum í skrifum Þórðar Snæs sem er kannski skiljanlegt þegar litið er til þess að næstum tvö ár eru liðin frá einu yfirheyrslunni sem hann hefur verið boðaður í. Þórður hefur verið orðaður við mögulegt þingframboð sem er auðvitað nánast útilokað með þann bagga fortíðar sem hann þarf að bera.

Fullyrt er að Páli hafi verið byrlað áður en símaþjófnaðurinn átti sér stað. Fæstum dettur í hug að Þórður eigi þar hlut að máli. Hið einkennilega er þó að ritstjórinn úrskurðar að engin byrlun hafi átt sér stað en „lögreglan vonast til þess að finna einhver samskipti sem sýni að blaðamenn hafi víst pantað byrlun (sem átti sér ekki stað) ….“.

Vandséð er hvernig sú vissa er tilkomin en fyrir liggur að Páll var á milli heims og helju dögum saman. Á meðan tók fyrrverandi eiginkona Páls  síma hans og afhenti starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem afrituðu tækið án þess þó að birta gögnin á sínum fjölmiðli. Leitað er að tæknimanninum sem annaðist innbrotið í símann. Þar liggur glæpurinn.

„Ég bíð þá bara áfram,“ eru lokaorðin í færslu Þórðar …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -