Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, er lítið gefin fyrir útgöngubann eða aðrar hömlur í lífi fólks. Frægt var þegar hún skellti sér í golf í miðjum faraldri á meðan flest venjulegt fólk var lokað inni og uppskar skömm fyrir. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þykir fremur stjórnsöm og vill fá heimild til að grípa til útgöngubanns en þá spyrnir Þorgerður við fótum og segir að aldrei megi vera útgöngubann án beinnar aðkomu Alþingis. Henni finnst undarlegt að frumvarp í þessa veru hafi farið óáreitt í gegnum Alþingi „þrátt fyrir alla frelsispostulanna“. Og hún sparar ekki stóru orðin og segir að lög sem heimili útgöngubann væru ógn við samfélagsgerð, lýðræði og frelsi …