Sjónvarpsmaðurinn og framkvæmdastjórinn, Þórhallur Gunnarsson, lenti á milli skips og bryggju í átökum innan eigendahóps Sýnar og var ýtt út úr starfi framkvæmdastjóra fjölmiðla fyrirtækisins.
Spor Þórhalls liggja víð um íslenska fjölmiðla. Hann var umsjónarmaðr Kastljóss RÚV og seinna dagskrárstjóri Sjónvarpsins. Þar lenti hann í fjölmiðlastormi eftir að hafa rekið Randver Þorláksson, einn af ástsælum liðsmönnum Spaugstofunnar. Í júní í fyrra dró til tíðinda hjá Þórhalli þegar hann hætti störfum hjá Sýn og varð atvinnulaus, tæplega sextugur að aldri.
Sjö mánuðum síðar hefur rofað til í lífi kappans. Hann er kominn með vinnu hjá félaga sínum, Andrési Jónssyni, hjá ráðgjafarfyrirtækinu Góðum samskiptum. Þórhallur gegnir þar stöðu ráðgjafa og sinnir þjálfun stjórnenda og ráðgjöf. Víst er að hann verður góður liðsauki fyrir félagið …