Grindvíkingar, rétt eins og allir landsmenn, bíða þess að það gjósi á svæðinu og þannig verði aflétt þeirri spennu sem verið hefur undanfarið. Á meðan staðan er mörkuð óvissu verða Grindvíkingar áfram heimilislausir og á einskonar vergangi. Stórtjón blasir þegar við vegna lokunar samfélagsins í Grindavík. Gos gæti markað þau straumhvörf að óvissunni létti og mögulegt væri að marka framtíð fyrir bæinn og íbúana.
Enginn veit þó hvort eða hvenær gýs. Við rýmingu bæjarins töldu einhverjir jarðfræðingar að það væri spurning um mínútur eða klukkustundir þar til eldsumbrot hæfust. Svo hafa aðrir stigið fram og segja öldungis óvíst hvort gjósi. Þeirra á meðal er Haraldur Sigurðsson, einn þekktasti eldfjallafræðingur Íslendinga, sem telur að ástæðu jarðhræringanna sé að finna í flekahreyfingum.
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur upplýsir í Mogganum í dag að goss sé að vænta í lok mánaðarins. Það gæti gerst á bilinu 25 til 30. nóvember. Þetta ályktar hann út frá landrisi í Svartsengi. Hann segist þó ekki hafa hugmynd um hvar það komi upp …