Líkt og alþjóð er kunnugt er Albert Guðmundsson, knattsspyrnumaður hjá Genoa, sonur hins geðþekka sjónvarpsmanns, Guðmundar Benediktssonar, fyrrverandi landsliðsmanns og þjálfara hjá KR. Nauðgunarkæran á hendur Alberti hefur hefur vakið mikla athygli og titringi, ekki síst í Vesturbænum þar sem málið tengist inn í fjölskyldur þekktra KR-inga. Þannig herma heimildir Mannlífs að Rúnar Alex Rúnarsson, leikmaður Cardiff, og sonur Rúnars Kristinssonar, hafi tengst inn í málið. Hann mun þó ekki hafa tengst meintu broti en er góður vinur Alberts og þekkir kæranda í málinu vel. Enn einn KR-ingur er svo tengdur inn í málið en faðir kæranda mun vera dyggur stuðningsmaður KR og verið fjárhagslegur bakhjarl liðsins um árabil …