Umboðsmaður Alþingis, Tryggvi Gunnarsson, er á förum eftir farsælt starf í áraugi. Tryggvi nýtur virðingar allra þeirra sem sækjast eftir réttlátu samfélagi. Hann hefur hiklaust úrskurðað um viðkvæm mál sem vitað var að kostuðu hann óvild ráðamanna. Þegar Ólafur Börkur Þorvaldsson, náfrændi Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, var skipaður dómari við Hæstarétt án þess að vera metinn með þeim hæfustu kom til kasta Umboðsmanns. Davíð reiddist og hringdi í Tryggva og hafði í hótunum. Þetta hafði ekki áhrif á Tryggva en Davíð sat uppi með skömmina og var snupraður. Seinna tók Tryggvi upp frumkvæðisrannsókn á lekamáli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra og ógnandi símtali hennar við Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Embætti umboðsmanns hefur undanfarin ár verið fjársvelt og möguleikar til rannsókna takmarkaðir. Víst er að innan Sjálfstæðisflokksins er vilji til að tryggja um næsti umboðsmaður verði ekki eins harðskeyttur og áhugasamur um að uppræta spillingu og fráfarandi …