Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
3.2 C
Reykjavik

Tvístígandi vegna Jóns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er í vaxandi vandræðum vegna Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra sem samkvæmt öllum kokkabókum ætti að vera hættur í embætti og kominn á gólfið sem þingmaður. Bjarni hafði lofað að Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrsti þingmaður Sunnlendinga, tæki við embættinu þegar liðið verður á kjörtímabilið en það hefur enn ekki gengið eftir.

Mikið hefur gengið á í kringum Jón ráðherra sem hefur ítrekað velgt Vinstri grænum undir uggum með því að vopnavæða lögregluna og þrengja að hælisleitendunum. VG hefur látið þetta yfir sig ganga og tekið þjáningu sinni eins og Kristur á krossinum forðum.

Vaxandi fjöldi flokkssystkina Jóns styður að hann sitji áfram á ráðherrastóli og láti til sín taka við að koma stefnumálum flokksins fram. Hörðustu stuðningsmenn Jóns benda líka á að ráherraefnið Guðrún hafi gjarnan farið halloka í opinberum umræðum og deilum við pólitíska andstæðinga á borð við þá rökföstu Kristrúnu Frostadóttur sem hefur híft Samfylkinguna langt upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn í könnunum. Æskilegt sé því að hafa Jón áfram til að tryggja Sjálfstæðisflokknum áhrif og koma góðum málum fram. Bjarni er því tvístígandi …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -