Viðtal Frosta Logasonar við Pál Steingrímsson, skipstjóra Samherja, vakti mikla athygli. Páll var rændur síma sínum þar sem hann lá milli heims og helju á sjúkrabeði og grunur uppi um að honum hafi verið byrluð ólyfjan. Páll fer í gegnum þau mál í viðtalinu og segir meðal annars frá því að sími hans hafi verið afritaður í höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins án þess þó að stofnunin hafi nýtt efnið til fréttaflutnings. Þá upplýsti hann að Ríkisútvarpið hafi hafnað því að fá hann í viðtal um svokallað Skæruliðamál og símamálið. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur staðið þétt með sínu fólki og verið ósamvinnuþýður við yfirvöld á Akureyri sem fara með rannsókn málsins.
Lykilstjórnendur borð við Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra og Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kveiks, hafa hætt störfum fyrir RÚV frá því þessi mál gengu yfir. Þá er Þóra með stöðu grunaðs manns í símamálinu. Hún var ráðin til Landsvirkjunnar sem yfirmaður samskiptamála með þann kross á bakinu …