Tveggja mánaða þref innan Eilífðarnefndarinnar, sem áttu að skila tillögu um lausn á kjörgagnahneykslinu í Norðvesturkjördæmi hefur ekki skilað neinu öðru en þríklofinni nefnd.
Einn hluti vill uppkosningu, annar vill að fyrsta talning ráði og sá þriðji að seinni talning ráði. Birgi Ármannssyni, formanni nefnarinnar, hefur gjörsamlega mistekist að ná fram samhljómi um leiðina út úr klúðri Inga Tryggvasonar og félaga í kjörnefndinni í norðvestri. Það mun þvi koma til kasta Alþingis að kjósa um leiðirnar og slímusetur nefndarmanna skila þenning litlu sem engu. Þeir sem fengu farmiða inn á þing eftir seini talningu munu væntanlega kjósa með sjálfum sér en hinir sem voru flautaðir út munu vilj ahinn kostinn. Það stefnir í að eina raunhæfa leiðin til að tryggja sanngjarna niðurstöðu og forðast áralöng málaferli sé að kjósa aftur og horfast í augu við dýrkeypt mistökin. Uppkosning mun svo þýða að hringekja uppbótarmanna fer aftur af stað …