Það verður ekki tekið af Loga Pedro Stefánssyni að hann er óhræddur við að ganga nýjar leiðir í lífinu. Flestir myndu eflaust sætta sig við að vera vinsæll og virtur tónlistarmaður en hugur hans hefur ítrekað hugsað lengra og stærra. Fæstum hefði að minnsta kosti dottið í hug að opna eigin útvarpsstöð en það er nákvæmlega það sem tónlistarmaðurinn knái gerði á sínum tíma.
Hönnun hefur þó átt hug Loga undanfarin ár en fyrir fjórum árum skráði hann sig í hönnunarnám í LHÍ og er það fræ sem hann sáði nú farið að blómstra því í gær frumsýndi hann nýja hönnunarlínu undir nafninu Lopedro. Óhætt er að segja að hönnun Loga þyki eftirsóknarverð en kertastjakar sem hann hannaði er nú uppseldir á heimasíðu listamannsins. Athygli vekur að þeir eru framleiddir fæðingarbæ hans í Portúgal.
Auk kertastjaka kynnti hann til sögunnar teppi, bakka og lampa og því ljóst er að Logi mjög upplýstur einstaklingur …