Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson stendur frammi fyrir dauðans alvöru vegna nauðgunarmálsins sem nú er fyrir dómi. Kona á þrítugsaldri hefur borið hann þeim þungu sökum að hafa nauðgað sér. Albert hefur ítrekað og staðfastlega neitað ásökuninni, nú seinast fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Réttarhöldin voru lokuð af tillitssemi við meint fórnarlamb og því minnst vitað hvað er að baki ásökuninni. Fari svo að Albert verði dæmdur sekur er ferill hans sem eins besta knattspyrnumanns Íslands væntanlega á enda.
Hann var í sumar lánaður frá Genoa til Fiorentina fyrir himinháa upphæð, 1200 milljónir króna. Hann hefur ekki enn spilað fyrir Florsentina. Í samningi félaganna er ákvæði um að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu fyrir rúma þrjá milljarða króna. Ákvæðið fellur úr gildi ef Albert verður dæmdur fyrir kynferðisbrot. Staðan er því í öllum skilningi grafalvarleg fyrir Albert sem er auðvitað saklaus þar til annað kemur í ljós. Dóms undirréttar er að vænta innan tveggja vikna.
Líklegt er að málinu verði áfrýjað, hvernig sem það fer. Það gætu liðið ár þar til réttlát niðurstaða fæst í málið fyrir Hæstarétti. Albert gæti verið í sömu sporum og Gylfi Sigurðsson sem sakaður var um kynferðisbrot í Englandi. Áralöng rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós sekt en ferill hans sem knattspyrnumanns á heimsmælikvarða var á enda …