Karl Wernersson athafnamaður hefur gengið um dimma dali og hæstu tinda á ferli sínum sem viðskiptamaður. Hann var um tíma einn af öflugustu útrásarvíkingum landsins og lífið brosti svo sannarlega við honum. Við Hrunið fór hins vegar allt á hliðina hjá honum og spilaborg viðskipta hans hrundi til grunna. Karl gekk í gegnum málaferli, fékk dóma fyrir framgöngu sína og varð loksins gjaldþrota.
Hann missti þó ekki allt því nú hefur sól hans risið að nýju. Karl stendur í stórræðum í Þorlákshöfn. Fyrirtæki hans, Kambar byggingarvörur, ætla að reisa nýja verksmiðju í bænum. Stefnan er sú að framleiða glugga og hurðir í verksmiðju sem á að verða hin fullkomnasta í Evrópu. Félagið varð til með sameiningu Samverks glerverksmiðju, Trésmiðjunnar Barkar, Gluggasmiðjunnar Selfossi og Sveinatungu. Stefnt er að útrás með framleiðsluna.
Íbúar í Þorlákshöfn eru himinlifandi með að fá gamla útrásarvíkinginn til að lyfta atvinnulífinu í sveitarfélaginu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, og Karl handsöluðu samning um byggingaráformin á dögunum og margir eru í skýjunum með Karl og framtak hans …