Fimmtudagur 16. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Útrásarvíkingurinn Karl snýr aftur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Wernersson athafnamaður hefur gengið um dimma dali og hæstu tinda á ferli sínum sem viðskiptamaður. Hann var um tíma einn af öflugustu útrásarvíkingum landsins og lífið brosti svo sannarlega við honum. Við Hrunið fór hins vegar allt á hliðina hjá honum og spilaborg viðskipta hans hrundi til grunna. Karl gekk í gegnum málaferli, fékk dóma fyrir framgöngu sína og varð loksins gjaldþrota.

Hann missti þó ekki allt því nú hefur sól hans risið að nýju. Karl stendur í stórræðum í Þorlákshöfn. Fyrirtæki hans, Kamb­ar bygg­ing­ar­vör­ur, ætla að reisa nýja verk­smiðju í bænum.  Stefnan er sú að fram­leiða glugga og hurðir í verk­smiðju sem á að verða hin fullkomnasta í Evr­ópu. Fé­lagið varð til með sam­ein­ingu Sam­verks gler­verk­smiðju, Tré­smiðjunn­ar Bark­ar, Glugga­smiðjunn­ar Sel­fossi og Sveina­tungu. Stefnt er að útrás með framleiðsluna.

Íbúar í Þorlákshöfn eru himinlifandi með að fá gamla útrásarvíkinginn til að lyfta atvinnulífinu í sveitarfélaginu. Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölfusi, og Karl handsöluðu samning um bygg­ingaráformin á dögunum og margir eru í skýjunum með Karl og framtak hans …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -