Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Valgerður fer ekki norður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra hefur tekist að slökkva þá elda sem kviknuðu eftir að það kvisaðist út að Heiðar Már Sigurfinnsson fréttastjóri hefði ákveðið einhliða að ráða skriftuna Valgerði Þorsteinsdóttur sem fréttamann Ríkisútvarpsins á Norðurlandi í stað Óðins Svan Óðinssonar sem hefur fært sig um set.

Starfið var ekki auglýst á sínum tíma og þóttu áform fréttastjórans vera til dæmis um vinavæðingu, eins og Mannlíf greindi frá. Nú er búið að leysa vandann og Valgerður fer ekki norður. Þess í stað hefur Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, fréttamaður RÚV, verið ráðin tímabundið í fjóra mánuði. Hún flytur til Akureyrar á næstunni með kött og mann. Þá flýgur fyrir að Valgerður sé komin í leyfi frá störfum en það hefur ekki fengist staðfest …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -