Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Vanda fær rauða spjaldið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskir knattspyrnudómarar eru orðnir langþreyttir á KSÍ og sýndarmennsku sambandsins þegar kemur að dómaramálum á landinu. Starfsaðstæður dómara hafa lengi verið slæmar en telja margir dómarar að nú sé nóg komið. KSÍ fór af stað í lok maí með herferð sem snýst um að bera eigi meiri virðingu í garð dómara og notast sambandið við myllumerkið #takkdómarar. Viku eftir að sú herferð hófst missti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, algjörlega stjórn á sér í viðtölum eftir tapleik með hætti sem ekki hafði áður sést áður hérlendis. Beindist reiði hans að dómara leiksins. Margir voru á því að Arnar ætti að fá leikbann, hugsanlega tveggja leikja bann. Arnar gerði hins vegar lítið úr málinu og baðst ekki afsökunar. Knattspyrnusamband Íslands mat hegðun hans á þann hátt að hann fékk hvorki bann eða sekt. Sú ákvörðun sambandsins vakti mikla reiði innan dómarastéttarinnar, sérstaklega í ljósi þeirrar herferðar sem er í gangi.

Nú standa málin svo að KSÍ undir forystu Vöndu Sigurgeirsdóttur, hefur skapað ákveðið fordæmi fyrir þjálfara og leikmenn. Engu máli virðist skipta hvað sé sagt um dómara svo framarlega sem þeir eru ekki sakaðir um vísvitandi svindl. Síðan Arnarsmálið kom upp hefur varla verið tekið viðtal við þjálfara eða leikmann tapsliðs án þess að talað sé um dómara á neikvæðan hátt. Nokkrir dómarar sem Mannlíf ræddi við lyfta rauða spjaldinu og eru að hugsa hvort þetta gæti verið þeirra síðasta tímabil í dómgæslu því þakklætið sé ekkert, starfið erfitt og launin léleg …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -