Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
3.3 C
Reykjavik

Vandræði séra Gunnars

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi prestur í Digraneskirkju, er í startholunum með að sækja bætur vegna þess að honum  var vikið úr starfi eftir að hann var sakaður um kynferðislegt áreiti af konum í sókn hans. Það merkilega við málið er að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar tók ekki afstöðu til annars en þess að Agnes Sigurðardóttir biskup hafi ekki haft umboð til að reka prestinn þar sem hún hafi ekki verið löglega skipuð.

Ásakanir um brot prestsins í starfi standa óhaggaðar. Teymi þjóðkirkjunnar hafði komist að þeirri niðurstöðu að séra Gunnar hefði í tíu tilvikum orðið uppvís að háttsemi gegn sex konum sem sé ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hans sem sóknarprests.

Málið hefur haft þónokkrar afleiðingar fyrir prestinn sem missti vinnuna og æruna. Draumur hans um að gerast frímúrari er í uppnámi þar sem reglubræður eru ekki hrifnir af því að fá mann með slíka fortíð. Umsókn hans hefur verið mánuðum saman á þvælingi án afgreiðslu. Það flýgur fyrir að hann njóti þöguls stuðnings Kristjáns Björnssonar vígslubiskups sem jafnfram er einn æðsti maður Frímúrarareglunnar.

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður séra Gunnars, hefur látið hafa eftir sér að hún vænti þess að Biskupsstofa muni bjóða honum „sanngjarnar bætur“ í framhaldi af niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Agnes hefur aftur á móti lýst því yfir að úrskurðinum verði áfrýjað. Þá hefur hún sagt að til greina komi að vígslubiskupar úrskurði í málum þar sem efast er um vanhæfi hennar.

Staða Kristjáns vígslubiskups kann að vera snúin í máli séra Gunnars. Þá yrði það í besta falli undarlegt ef presturinn fengi bætur af tæknilegum ástæðum eftir að hafa verið fundinn sekur um áðurnefnd brot gegn konunum …

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -