Mikið hefur farið fyrir fjölmiðlamanninum Snorra Mássyni, efsta manni á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, í kosningabaráttu flokksins og í raun hefur hann verið gerður að óopinberum talsmanni en Snorri hefur manna mest talað fyrir hönd flokksins á undanförnum vikum.
Snorri er þó ekki aðeins vinsæll hjá fjölmiðlum heldur einnig á veðmálasíðum en hægt er að stofna til veðmáls á Epicbet um hvort Snorri nái kjöri á Alþingi eða ekki. Sem væri í sjálfu sér ekki óeðlilegt nema hvað að fjölmiðlamaðurinn er eini frambjóðandinn sem hægt er að veðja á.
Sömuleiðis er hægt að veðja á hver verður næsti forsætisráðherra Íslands og eru þar formenn sjö mismunandi flokka sem koma til greina og svo Snorri. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hins vegar hvergi sjáanleg á listanum þrátt fyrir að vera mögulega í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar eftir kosningar …