Fullkomin óvissa er um það hver taki við af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem væntanlega hrökklast frá völdum á næstu misserum. Lengi vel var talið að Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, væri hin smurða toæ formennsku. Ýmis axarsköft hennar þó orðið til þess að sá möguleiki er orðinn fjarlægari.
Nú er talið að forystan vilji gera Jens Garðar Helgason, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og Samherjamann, að formanni. Skipulega hefur verið hlaðið undir Jens Garðar undanfarið. Flokkurinn setti hann inn í stjórn Landsvirkjunnar og Íslandsstofu sem hefur blásið út á undanförnum árum. Þetta þykir vísending um að honum sé ætlað stórt hlutverk innan flokksins.
Jens Garðar fékk hjálp flokkseigendafélagsins til að fella Njál Trausta Friðbertsson, oddvita flokksins, í Norðausturkjördæmi. Hann vakti athygli nýverið fyrir að vilja fresta landsfundi, sem átti að vera í febrúar. Ástæðan var slæmar veðurhorfur. Talið er að sá veðurglöggi Jens Jens hafi þarna verið að enduróma skoðun Bjarna formanns sem hangir á embætti sínu sem hundur á roði. Ekki er búist við að þetta útspil þingmannsins hjálpi honum til aukinna áhrifa, þvert á móti …