Það getur verið gríðarlega mikilvægt fyrir fólk, sérstaklega í stjórnmálum, að sýna bjartsýni. Slíkt getur verið gott veganesti í að fá annað fólk með sér í lið. Hins vegar er stutt á milli bjartsýni og ranghugmynda, sérstaklega í stjórnmálum. Hlustendur Bylgjunnar fengu að kynnast því þegar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, lét þau orð falla að hún hefði í hyggju að leiða flokkinn í sveitarstjórnarkosningum vorið 2026.
Eitt versta geymda leyndarmál flokksins um þessar mundir er að vilji Guðlaugur Þór Þórðarson oddvitasæti Hildar muni hann fá það og þó hann vilji það ekki þá er ósennilegt að flokksmenn séu reiðubúnir að gefa henni annað tækifæri. Það þarf aðeins að líta á oddvita flokksins í Reykjavík undanfarin 15 ár til að komast að því.
Hildur var skærasta stjarna flokksins í oddvitatíð Eyþórs Arnalds og virtist vera framtíðarborgarstjóri. Þau plön gengu þó ekki eftir en þó er ekki hægt að skrifa það alfarið á hana því borgarstjórnarflokkurinn er að minnsta kosti tvíklofinn, ef ekki meira. Þá hafa komið upp nokkur vandræðaleg mál eins og hið svokallaða „snagamál“ og meintar leyniupptökur hennar sem hafa alls ekki hjálpað …