Fimmtudagur 28. nóvember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Vigdís í sárum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landsfundur Miðflokksins um síðustu helgi reyndist Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa þungbær. Vigdís hafði af fórnfýsi og áhuga boðist til þess að taka að sér varaformannsembættið við hlið Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson formanns. Með þessu ætlaði hún að skáka Gunnari Braga Sveinssyni, sitjandi varaformanni, til hliðar. Hermt er að Vigdís hafi stefnt enn hærra í fyllingu tímans og viljað leiða flokkinn. Vigdís var fyrirfram talin sigurstrangleg en mislas stöðuna og gerði sér ekki grein fóstbræðralagi þeirra Sigmundar og Gunnars Braga sem nær langt aftur. Miðflokksmenn sá aðeins einn kost til að losna við að fá Vigdísi í áhrifastöðu. Þeir ákváðu að afnema stöðu varaformanns en fela formanni þingflokksins að sjá um þau verk sem annars tilheyra varaformanninum. Eftir situr Vigdís í sárum og Gunnar Bragi varpar öndinni léttar …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -