Vilhjálmur Árnason, alþingismaður Sjáfstæðisflokksins, hefur ákveðið að steypa Páli Magnússyni af stóli sem leiðtoga í kjördæminu. Páll nýtur ekki mikils stuðnings í kjördæminu. Hann hefur átt náðuga daga á Alþingi og lítið eftirminnilegt skilið eftir sig. Líkur eru á því að Vilhjálmur og Ásmundur Friðriksson alþingismaður hafi myndað með sér bandalag. Páll er afar óvinsæll í Vestmannaeyjum eftir að hafa stutt klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnar. Innmúraðir Sjálfstæðismenn eru honum ævareiðir. Ásmundur nýtur aftur á móti stuðnings Eyjamanna, enda duglegur við að rækta kjördæmið á bifreið sinni. Það er allt eins viðbúið að Páli verði hafnað í efstu sæti listans og hann sendur í svarthol hinna gleymdu stjórnmálamanna …