Helgi Hjörvar, fyrrverandi alþingismaður Samfylkingar, var um áratugaskeið einn atkvæðamesti og mest áberandi stjórnmálamaður landsins. Hann var ein skærasta stjarna Samfylkingar og einhverjir sáu hann sem leiðtogaefni sem þó brást þegar hann tapaði í formannskjöri. Hann lenti í ógöngum þegar nafnlausar upplýsingar bárust til yfirstjórnar Samfylkingsar um ósæmilega hegðun hans gagnvart konum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fjölmiðla til að kreista fram svör hans um þær ásakanir hefur hann engu svarað. Þess í stað hrökklaðist hann þegjandi út úr pólitík. Þeir stuðningsmenn hans sem eftir standa telja sumir hverjir mögulegt að nú hafi þetta mál gleymst og hann geti snúið aftur, rétt eins og flokksbróðir hans, Ágúst Ólafur Ágústsson, sem iðraðist áreitis og sagði af sér um stundarsakir en snéri aftur alfiðraður og stefnir á framhald þingmennsku, reyndar við dræmar undirtektir. Ekki er talið að almennur vilji sé til þessi að fá Helga aftur í framlínu Samfylkingar …