Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
3.3 C
Reykjavik

Vilja hrókera Svandísi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allt logar í kenningum um það hver næsti hluti leikfléttu Bjarna Bendiktssonar, fráfarandi fjármálaráðherra verði. Margir telja að brotthvarf Bjarna af stóli fjármálaráðherra sé aðeins innlegg í valdataflið við Vinstri-græna og hluti af stærri hrókeringu á ráðherraembættum, jafnvel milli flokka. Þetta er þó öldungis óvíst og allt eins líklegt að Bjarni skipti einfaldlega um stól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.

Innan Vinstri-grænna hefur skotið upp þeirri hugmynd að heppilegt sé að svara hrókeringu sjálfstæðismanna með því að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fari í annað ráðuneyti og losni þannig fyrirfram undan væntanlegu áliti umboðsmanns Alþingis varðandi fyrirvaralausa stöðvun hvalveiða. Líklegt telst að Svandís fái í álitinu áfellisdóm fyrir stjórnsýslu sem þykir neðan við allt siðferði í réttarríki.

Svandís mun sjálf ekki vera ginnkeypt fyrir hugmyndinni og telur sig geta staðið af sér neikvætt álit með stuðningi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráherra sem blessaði ákvörðun hennar um bann hvalveiða í bak og fyrir. Svandís er þungavigt í flokknum og engin leið að skáka henni til, nauðugri, án afleiðinga.

Allt getur gerst ef kemur til þess að vantraust verði borið upp á Svandísi. Stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins mun væntanlega greiða vantrausti á ráðherrann atkvæði sitt og ríkisstjórnarsamstarfið fer í uppnám. Spennandi dagar eru framundan og ríkisstjórnin glímir við samstarf sem er við helfrost …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -