- Auglýsing -
Margir Íslendingar ráku upp stór augu í gær þegar ekki var hægt að komast inn á heimasíðu Vísis, eins mest lesna vef landsins.
Vefurinn lá síðan niðri um nokkurt skeið og þurftu netverjar að leita á náðir annarra fjölmiðla til að fá fréttirnar beint í æð. Það tók þó ekki langan tíma fyrir íslenska internetspæjara að komast að hvert vandamálið væri. Það hafði nefnilegast gleymst að borga reikninginn fyrir léninu.
Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar lét hafa það eftir sér að um mannleg mistök væri að ræða og slíkt myndi ekki koma fyrir aftur …