Mikið uppnám er vegna kæru þremenninganna, Ara Edwald, Þórðar Más Jóhannssonar og Hreggviðs Jónssonar á hendur Vítalíu Lazereva og Arnari Grant fyrir fjárkúgun. Í gær spratt upp mikill sögusveimur eftir að viðtalsþáttur Eddu Falak, Eigin konur, með frægu viðtali við Vítalíu hvarf af Youtube. Sögusveimur var uppi um að það væri að kröfu lögreglu. Edda Falak sagði að um mistök hefði verið að ræða og hún hefði óvart hent þættinum út og að hann yrði aftur birtur. Það kom á daginn og er þátturinn nú aðgengilegur öllum. Það kemur svo væntanlega í ljós á næstu misserum hvort ásakanir Vítalíu eða karlanna í pottinum eiga við rök að styðjast …