Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0 C
Reykjavik

76 dagar án kennara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skoðun
Eftir / Ómar Valdimarsson

Skóli dætra minna hefur aftur göngu sína í dag. Í dag eru 76 dagar frá því að dætur mínar fóru í sumarfrí. Í dag eru 76 dagar frá því að það var eitthvað í líkingu við rútínu í lífi fjölskyldunnar minnar.

Á þessum 76 dögum hefur gefist ágætis ráðrúm til þess að velta fyrir sér gildismati samfélagsins og hversu stóra rullu kennarar spila í lífi íslenskra fjölskyldna. Ég hef til dæmis fengið tækifæri til þess að velta þessu vandlega fyrir mér þegar ég þarf að skjótast úr vinnunni – stundum tvisvar til þrisvar á dag – til þess að skutla dætrum mínum á hin og þessi námskeiðin, sem alla jafna eru haldin á mjög ókristilegum tíma, t.d. frá klukkan 10 til 14 (?)! Og þessi námskeið eru yfirleitt ekki ókeypis – ef maður sleppur vel þá kosta þau bara annan handlegginn eða hvítuna úr augunum á þér.

Þá hef ég stundum saknað kennara barnanna minni extra mikið, þegar ég kem síðdegis og opna útidyrahurðina og á móti mér tekur heill her krakka – vinir dætra minna – og heimilið er á hvolfi og minnir meira á frístundaheimili en griðastað fjölskyldunnar.
Svo eru það stundum kvöldin, sem ég hugsa fallega til kennara dætra minna. Eftir kvöldmatinn, þegar mér finnst gott að setjast niður með kaffibolla og horfa á fréttirnar, er sumarið oftar ekki sá tími sem dæturnar hafa hertekið skjáinn til þess að horfa á YouTube-myndbönd með mokríkum, uppátækjasömum og fallegum bandarískum unglingum sem halda út sinni eigin sjónvarpsrás. Og fyrst við erum að tala um ljúf og falleg sumarkvöld: Hvernig fær maður krakkaskratta til þess að fara að sofa fyrir 23 á kvöldin, þegar það er enn þá sól úti?!

Umræðan um laun kennara ber reglulega á góma í íslenskri samfélagsumræðu. Grunnlaun grunnskólakennara eru í dag 459.069 krónur á mánuði. Næst þegar kjarasamningar kennara koma til umræðu ætla ég að hugsa til þessara 76 daga og hversu mikils virði mér finnst starf kennara vera í raun og veru. Eins og það er nú yndislegt að vera foreldri – að fá að fylgja einstaklingum sem maður elskar út í lífið og vera þeim innan handar með allt og ekkert – er skólabyrjun alltaf sérstakt fagnaðarefni. Ég elska dætur mínar til tunglsins og til baka en mikið verður gott að fá smárútínu aftur!

Höfundur er lögfræðingur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -