Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Á valdi örlaganna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Trú á forlög eða að ævi manna sé fyrir fram ákveðin í megindráttum hefur alltaf verið rík í Íslendingum. Í Íslendingasögunum eru margar frásagnir af fólki sem finnur á sér hluti, sér fram í framtíðina og draumum sem segja fyrir um örlög manna. Þetta stangast gersamlega á við kristnina sem ber boðskap um frjálsan vilja mannsins og hann geti valið milli þess að gera rangt eða rétt. Íslendingar eiga auðvelt með að blanda þessu tvennu saman. Þeir sjá fyrir sér að þótt örlög ráði för að miklu leyti sé engu að síður opið val. Að hver ákvörðun móti og hægt sé að afstýra illum örlögum með því að taka réttar beygjur. Þessi viðhorf til lífsins voru mjög ríkjandi í minni fjölskyldu. Ég átti því auðvelt með að skilja trú Guðbjörns Jóhanns Kjartanssonar og Evu Bjargar Guðlaugsdóttur á að engar tilviljanir væru til. Að þau væru leidd áfram.

Kannski ekki undarlegt þegar saga þeirra er skoðuð. Guðbjörn, eða Bubbi, átti erfiða æsku og þegar við bættist það stóra verkefni að takast á við alvarlegt krabbamein hefðu margir bugast. Ekki hvað síst í ljósi þess að Bubbi á ekki móður sem er líkleg til að halda í höndina á honum, berjast fyrir hann og styðja í gegnum erfiðleikana. Hann fékk þess vegna vin sinn til að vera stuðningsaðila sinn og fylgdarmann gegnum ferlið. Stórt verkefni fyrir ungan mann en fyrir tilviljun eða tilstilli örlaganna fóru þeir tveir á hafnaboltaleik og hittu kærleiksrík hjón. Konan ákvað að taka að sér hlutverk móður og sinna Bubba meðan á veikindunum stóð. Ótrúlegur kærleiksgjörningur og dásamlegt að hugsa til þess að einhver sé opinn og tilbúinn til að gera slíkt fyrir bláókunnugan mann.

En þetta er ekki allt, fyrir tilviljun eða ekki, ákvað Bubbi að fara aðra leið en upphaflega var plönuð á ferðalagi um Bandaríkin og það bjargaði lífi hans, og fyrir tilviljun eða ekki snerist honum hugur og hann fór á síðustu stundu í jöklaferð og þar var ung kona sem einnig á elleftu stundu hafði fengið tækifæri til að nýta sér laust sæti vegna forfalla. Þau urðu ástfangin og horfa í dag björtum augum til framtíðar. Bæði trúa að tilviljanir séu ekki til. Kannski er það svo en víst er að saga þeirra beggja er mögnuð. Mitt í sorginni og erfiðleikunum finnst alltaf líkn og alls staðar má finna gott fólk. Hamingjan fer hljóðlega um og stundum læðist hún að fólki alveg að óvörum.

Sjá einnig: „Ég sagði að mér þætti frekar fyndið að deyja kannski úr þessu“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -