Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Dauðastríð Péturs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pétur Einarsson er að berjast við ólæknandi krabbamein. Hann segir sögu sína í Mannlífi. Pétur er meðvitaður um að þetta er stríð sem endar með dauða. Æðrulaus gengur hann til móts við örlög sín. 

Hann vill deyja heima. „Aðstæður geta þó breyst þannig að ég verði að blása út á spítala. Þá verður svo að vera. En mig langar til að deyja án deyfilyfja af því að þá missi ég ekki af upplifuninni,“ segir hann við Mannlíf. 

Pétur á að baki langt líf. Hann hefur fengið tækifæri til að starfa á mörgum og fjölbreyttum sviðum. Um tíma var hann flugmálastjóri. 

Pétur heldur úti síðunni Dagbók krabbameinssjúklings á Facebook. Þar lýsir hann stundum sársauka og gleði. Sumir dagar eru góðir en aðrir slæmir, jafnvel hræðilegir. Með því að stofna síðuna kallar hann eftir umræðu um stöðu þeirra sem eru að berjast við sama vágest og hann. Pétur hefur afráðið að nýta vel lokaáfangann á jarðvist sinni og ganga frá sem flestum sínum málum og njóta sem kostur er þeirra gæðastunda sem gefast. Þannig gekk hann í hjónaband með sambýliskonu sinni svo hún yrði ekkja við lát hans en ekki fyrrverandi ástkona. Þá hefur hann leitast við að gera upp mál frá langri lífsleið og ná sátt, ekki síst við sjálfan sig. Pétur lýsir þessum tímum sem langri jarðarför þar sem hann gerir allt sem í hans valdi til að njóta þess sem lokasprettur lífsins hefur upp á að bjóða. „Þessi jarðarför er orðin með lengstu jarðarförum,” skrifaði Pétur. 

Þessi jarðarför er orðin með lengstu jarðarförum

Það er aðdáunarvert að fylgjast með baráttu hans og sjá það æðruleysi sem einkennir hann í aðstæðum þar sem margir gefast skiljanlega upp. Hverjum manni er það hollt að fylgjast með Pétri og tileinka sér jákvæð viðhorf hans í stöðu sem einhver sér vafalítið sem vonlausa. Tvennt er öruggt í lífinu, Við fæðumst og við deyjum. Dauðinn hefur gjarnan verið tabú. Fólk forðast gjarnan að hugsa um endalokin. Pétur hefur þann hátt á að opinbera dauðastríð sitt og gefa fólki innsýn í þessi endalok lífsins. 

Þetta er virðingarvert. Öllum er hollt að hugsa til þess hvernig þeir vilja haga lífi sínu og hvert þeir vilja stefna lífi sínu. Það er of seint að iðrast eftir dauðann, eru fleyg orð. Með þessu er ekki verið að segja fólki að leggjast í vol eða víl. En til þess að verða betra fólk er nauðsynlegt að átta sig á upphafi og endi. Þannig getur maður hugleitt hvernig rétt sé að haga lífi sínu og hver eigi að vera eftirskrift þeirra. 

- Auglýsing -

Pétur á heiður skilinn fyrir að gefa fólki innsýn í heim krabbameinssjúklingsins á svo einlægan og opinskáan hátt. Skrif hans munu örugglega leiða gott af sér og opna umræðu um það sem áður var tabú. Dauðinn er ekkert sem fólk á að hræðast að tala um. Hann er jafneðlilegur og fæðíngin og allt annað á lífsins braut. Það er gefandi að fylgjast með umfjöllun Péturs og fá innsýn í baráttu hans. Kjarkur hans er aðdáunarverður. Það þarf áræði til að leggja svo viðkvæm mál fyrir alþjóð. Og það þarf ekki síður áræði til þess að standa uppréttur og skora dauðann á hólm án  þess að blikna. Pétur sýnir hetjulund og á þakkir skildar.    

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -