Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Ekki kjósa Katrínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú þegar Katrín Jakobsdóttir er komin í forsetaframboð og Bjarni Benediktsson orðinn forsætisráðherra langar mig til að velta aðeins vöngum yfir stöðunni. Á löngum starfsferli hef ég margt heyrt og séð varðandi fólk sem sækist eftir völdum, mannvirðingum og hefðarsætum. Nútíminn hefur gert fólk sjálfhverfara og stundum óvægnara en áður, það er göslast áfram meira eða minna í skjóli innherjaupplýsinga, hagsmunatengsla og annarra ytri aðstæðna, en án þess að innistæða sé alltaf fyrir hendi.

Eitt sinn sagði við mig maður sem allan sinn starfsferil vann við gerð kjarasamninga og vann fyrir hönd launafólks.„Samsærisvinnubrögð virðast gjaldgeng á Íslandi, oftar en ekki tala menn sig saman um eitthvað sem „verður“ að gerast til að viðhalda stöðugleika, sem oftar en ekki snýst um að einhverjar silkihúfur geti matað krókinn“. Stöðugleiki er að hans mati misnotað orð, sem snýst um að vernda kerfið og þau sem góðu stólana verma hverju sinni.

Gamall bankastarfsmaður sagði eitt sinn við mig, „Í gamla daga snérust bankaviðskipti um heiðarleika og framfarir, nú er þetta mest hagsmunagæsla fyrir eigendur bankanna“. Svo minnist ég þess að hátt settur stjórnandi sagði við mig þegar ég kvartaði undan slæmri meðferð á skjólstæðing mínum á hans vinnustað, en skjólstæðingurinn hafði verið rekinn úr fyrirtækinu án gildra utskýringa. „Stundum verður maður að fórna vinum sínum fyrir málstaðinn“. Ég nefni þetta hér af gefnu tilefni, en allt þetta er að gerast í íslenskum stjórnmálum, og það fyrir framan nefið á okkur kjósendum.

Hin „nýja“ ríkisstjórn virðist samansafn af eiginhagsmunasinnum og misvitru stjórnmálabraskaraliði, sem kjósendur vonandi eru að fá nóg af. Samsærisfnykurinn er augljós, sjallin styður Katrínu til Bessastaða, hún hleypti jú Bjarna til æðstu metorða og þarf að fá umbun fyrir það. Vinstri græna hugsjónin virðist úr sögunni og fátt bíður okkar annað en áframhaldandi hrókeringar valdaelítunnar, sem Katrín því miður virðist styðja með ráðum og dáð.

Tími Bjarna í forsætisráðuneytinu verður sennilega og vonandi stuttur. Tími Katrínar á Bessastöðum gæti hins vegar orðið langur og mörg tækifæri munu gefast til að hygla gömlu samstarfsaðilunum úr þríeykinu. Þetta yrði bæði hvað varðar umboð til myndunar ríkisstjórnar, tedrykkjusamkvæmi og innherjaheimsóknir af ýmsum toga, að ekki sé talað um peningaöflin, sem munu bæði fyrir og eftir framboð Katrínar „styðja“ hana með ráðum og dáð, kvótakóngar og braskarar munu leggja leið sína á Álftanesið.

Katrín getur aldrei orðið sameiningartákn þjóðarinnar, hún yrði forseti elítunnar. Eftir það sem á undan er gengið er þetta bara þannig í mínum huga. Eitt dæmi um trix Katrínar er að hún skilur vöggustofufólkið eftir með brostin loforð, en hún hafði nú lofað þeim frumvarpi, sem nú mun visna í skúffum hægrimanna, sem helst ekki vilja hjálpa börnum í neyð, því það kostar pening og ruggar „stöðugleika“ þeirra.

- Auglýsing -

Ég er í raun hissa á að Katrín skuli bjóða sig fram til forseta, það er hálfgerð móðgun gagnvart frambjóðendum sem þurfa að hafa fyrir hlutunum, einnig er þetta í raun móðgun gagnvart kjósendum. Allavega eins og ég, maður með almennt góða dómgreind og víðlesinn í sögu lands og þjóðar, horfi á málið.

Mitt ráð er því : Ekki kjósa Katrínu.

Firnasterkir frambjóðendur aðrir en Katrín eru í boði og engin ástæða til meðvirkni.

- Auglýsing -

Skírnir Garðarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -