Miðvikudagur 23. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Farsóttarþreyta og heimavinna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / María Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi og sáttamiðlari hjá Samskiptastöðinni

Daglegt líf fólks hefur tekið miklum breytingum vegna heimsfaraldurs COVID-19 og farsóttarþreyta er hugtak sem við erum farin að þekkja ansi vel. Í mörgum fjölskyldum hefur heimilislífið tekið stakkaskiptum. Fjölskyldumeðlimir sem áður fóru til vinnu eða í skóla að morgni eru nú heima allan daginn, hver í sínu horni við tölvuna að stunda vinnu eða nám. Í fyrstu var kannski auðvelt að finna laust borðpláss og koma sér fyrir með tölvuna og hefjast handa þar sem frá var horfið. En eftir því sem tíminn líður finna margir fyrir því að heimavinnan er farin að taka sinn toll. Sumir hafa þörf fyrir betri vinnuaðstöðu, öðrum finnst erfitt að vera heima allan daginn og enn aðrir finna fyrir auknum pirringi í samskiptum við fjölskyldumeðlimi. Það er eðlilegt að það sé meiri hætta á árekstrum í samskiptum við þessar kringumstæður. Á mörgum heimilum er ekki aðstaða fyrir alla til að loka sig af í ákveðnu rými, matar- og kaffihlé geta verið á ólíkum tímum og hugsanlega er farið að bera á ergelsi og pirringi á umgengninni í eldhúsinu þangað sem allir sækja sér mat og drykk í amstri dagsins.

Á heimilum þar sem margir vinna nú heima getur verið gagnlegt að setjast niður og ræða hvernig hægt er að skipuleggja daginn og vinnuvikuna með það að markmiði að samræma dagskrá fjölskyldumeðlima.

Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:

  1. Vinnuaðstaðan. Hvernig er vinnuaðstaða heimilismeðlima, hafa allir það næði sem þarf? Stundum getur þurft að endurskipuleggja heimilið og finna nýtt pláss fyrir heimaskrifstofuna svo allir fái nægt næði og rými.
  2. Dagskrá vikunnar. Hvernig lítur stundaskráin og dagskrá vikunnar út? Gott er að setjast niður með stundaskrá allra þeirra sem vinna heima og skoða hvort hægt sé að hafa sameiginlegt hádegisverðar hlé. Ef það er ekki hægt er gott að tala um hvernig hægt sé að gæta þess að þeir sem þurfa næði til þess að ljúka sínum vinnuverkefnum fái það á þeim tímum sem þörf er á, án truflunar frá hinum. Nú fara lokaprófin í skólunum að hefjast og þá er gott að vita hvenær neminn sem er í fjarnámi þarf algjört næði til þess að þreyta prófið.
  3. Matarinnkaup vikunnar. Þegar allir eru heima þarf að kaupa öðruvísi í matinn en áður svo allir fái næringu og orku yfir daginn og fyrir þessu þarf að hugsa áður en vinnuvikan skellur á.
  4. Umgengnin í eldhúsinu. Einnig getur verið gott að fjölskyldan setji sér umgengnisreglur í eldhúsinu svo það lendi ekki á alltaf á einum að ganga frá eftir alla hina.
  5. Heimilisstörfin. Hver á að gera hvað og hvenær er besti tíminn? Það getur verið truflandi að heyra í þvottavélinni og kannski eru mismunandi skoðanir á því hvenær hentar að skella í eina vél.
  6. Tillitssemi. Þá er líka gott að muna að öllum finnst gott að þeim sé sýnd virðing og tillitssemi. Þegar við sýnum öðrum hugulsemi eru líkur á að samskiptin verði öll betri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -