Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Föst í draumastarfinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síst

Eftir / Pawel Bartoszek

Nútímaævintýri fjalla ekki um smaladrengi sem drýgja hetjudáð og fá að giftast prinsessum. Nei, nútímaævintýri fjalla ekki um forboðnar ástir heldur um forboðin störf. Í tímaritum og helgarútgáfum dagblaða birtast sögur af hetjum sem segja upp dagvinnunni og einbeita sér að einhverju sem þær elska: Stofna eigin fyrirtæki. Selja eigin hönnun. Og lifa hamingjusamar til æviloka.

Það er bara einn vandi. Það er ekki alltaf stanslaust stuð í draumastarfinu.

Maður elskar tónlist. Hann æfir sig marga tíma á dag, menntar sig, þykir skara framúr. Hann fær loks vinnu við að spila tónlist og kenna öðrum tónlist. Þar með er þetta orðin vinnan hans.

Út á við hugsa allir nánustu að tónlistarmaðurinn hljóti að vera í sjöunda himni. Hann hefur fundið starf við það sem hann elskar. Hvað gæti verið stórkostlegra en einmitt það? Allir spyrja: „Er ekki gaman í vinnunni? Finnst þér þú ekki heppinn?“

Hann svarar alltaf játandi. Hvernig gæti hann annað en verið himinlifandi með að fá að gera nákvæmlega það sem hann elskar meirihluta dagsins og fá borgað fyrir það? Hvernig gæti hann opinberað vanþakklæti sitt? Játað að dagurinn sjúgi úr honum orkuna, hann snerti ekki hljóðfærin utan vinnutíma heldur horfi bara á Game of Thrones til að hlaða rafhlöðurnar?

- Auglýsing -

Fólk, sérstaklega fólk sem hefur strögglað við að eignast börn og loksins tekist, er gjarnan spurt hvort það sé ekki massaglatt. Finni það ekki fyrir stöðugri sælu þá lýgur það, fær sektarkennd og fellur í þunglyndi. Á þann hátt er draumastarfið eins og að eignast barn. Fólk finnur fyrir metnaði og ábyrgð, gjarnan stolti, stundum þakklæti. En það er ekki víst að það að vinna við ástríðuna sé ógeðslega auðvelt, eða trygging fyrir því að maður sé massaglaður allan tímann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -