Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Frosti Logason, Braveheart, Gremlings og netníðingarnir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Fyndinn, hugrakkur, sanngjarn, segir hlutina blákalt eins og þeir eru, með sterka réttlætiskennd, berst á móti einelti og ofbeldi á sinn einstaka hátt. Þetta eru ein af þeim orðum sem ég lýsi Frosta Logasyni.
Frosti Logason lenti í því eins og flestir vita að ráðist var á mannorð hans, æru og hans fjölskyldu þar sem fyrrverandi kærasta hans sem hann var með fyrir 10 árum kom með einhliða frásögn í þætti hjá Eddu Falak. Frosti reyndi að leita sátta sem tengdust meðal annars ákveðnum tölvupóstum fyrir mörgum árum en fyrrverandi kærasta hans vildi enga sátt. Enda veit höfundur að svona viðtöl eru bara sett upp til að taka menn af lífi á samfélagsmiðlum eða eyðileggja líf fólks og fjölskyldna. Augljóst er því fyrir höfundi að þetta hafi snúist um athygli og öðrum hlutum sem greinarhöfundar ákveður að sleppa að segja.
Ég þekki ekki Frosta persónulega en ég hef gerst áskrifandi af nýju hlaðvarpi hans og konu hans sem hann hefur komið af stað þar sem hinn bráðskemmtileg og nauðsynlegi þáttur Harmageddon hefur snúið aftur á ný ásamt öðrum dagskrárliðum sem ég hvet ykkur til að horfa á og fá sannleikann og hlutina eins og þeir raunverulega eru.
Frosti kemur inn á hugtakið feðraveldið sem er einfaldlega ímyndað og uppblásið bull hugtak þar sem sumar konur eru í ímynduðu stríði við karlmenn sem má í raun líkja við myndina Braveheart með Mel Gibson. Staðreyndin er sú að höfundur veit ekki betur en að karlmenn elska konur og konur elski karlmenn.
Ég er ekki á Twitter og er því laus við alla geðveikina, steikina og gremlingana þar en þar virðist vera hópur af fólki sem fleygir alvarlegum ásökunum á fólk eftir hentisemi og ef það finnur ekki einhverja ofbeldissögu sem er raunverulega sönn þá býr þetta fólk það til. Sumt fólk virðist vera því mjög skapandi.
Frosti Logason er maður sem stendur upp fyrir öðrum þegar hann sér níð og ofbeldi hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða í þjóðfélaginu en það virðist vera í tísku í dag að ganga fram með ofbeldi eins og Frosti orðar það sjálfur. Það eru allt of fáir sem þora að standa upp gegn því vegna ótta við að vera tekið sjálft af lífi á samfélagsmiðlum.
Frosti Logason er fyrirmynd því hann segir hlutina sem aðrir þora ekki að segja. Hann stendur ekki hjá og horfir á netníðinga níðast á fólki heldur vekur hann athygli á hegðun fólks og segir bara beint út ef fólk er fífl eða drullusokkar sem níðast á æru fólks og persónu.
Það er augljóst að samfélagsmiðlar eru orðnir ein geðveiki og algjör steik. Greinarhöfundur hefur sjálfur lent í netníðingum og hefur gert sér grein fyrir því að þetta fólk býr bara í sínum eigin heimi og enginn kemst þar inn. Þessir níðingar standa bara með hafnaboltakylfuna á lofti og sveifla og sveifla. Persónulega skil ég ekki afhverju þetta fólk vill ekki betra líf en þetta.
En vegna ástandsins í dag þar sem mannorðsmorð og ærumeiðingar eiga sér stað þá þurfum við fólk eins og Frosta Logason til að kveikja á ljósaperu í öllum gremlingjunum og fólkinu á víglínunni með Mel Gibson til að sýna hve mikil geðveiki á sér stað í þjóðfélaginu okkar.
Vill fólk ekki betra líf en að eyða öllum tíma sínum á Twitter eða Facebook að drulla yfir fólk? Nei, bara spurning?
Árið er varla byrjað en Frosti Logason er maður ársins og fyrirmyndin mín.
Á meðan ég bíð eftir næsta þætti með Frosta þá er ég að pæla í að stökkva á sjóinn og gerast „fiskari“.
En ást til ykkar allra og eins og Frosti segir „Guð blessi ykkur öll.“
Gísli Hvanndal Jakobsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -