Föstudagur 24. janúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Gular krísur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síst
Að útskýra samkomubann fyrir tveggja ára barni er ákveðin áskorun. Þegar í ljós kemur að dagurinn í dag er ekki leikskóladagur er hún yfirleitt með uppástungur á reiðum höndum um hvað við getum gert skemmtilegt þann daginn í staðinn. Fara í sund? Nei, það er lokað. Skreppa á bókasafnið? Nei, það er líka lokað. Heimsækja ömmu og afa? Nei, það er ekki hægt núna. Fara í IKEA? Nei, ekki í dag. Er það nema furða að á viku þrjú í títtnefndu samkomubanni hafi barnið bugast og brostið í grát með orðunum „Það er ekkert hægt!“

Við erum mikið úti. Mjög mikið. Við setjum kakó á brúsa, kanilsnúða í dall og förum í skógarferðir. Ég hef lært mína lexíu í væntingastjórnun svo að í stað þess að leita að kanínum í þessum skógarferðum leitum við nú að kanínukúk. Með mun betri árangri en áður. Eftir eina slíka ferð ákváðum við að koma við í blómabúð á heimleiðinni. Við mæðgur erum ákaflega hrifnar af blómum og komum loks auga á falleg, heiðgul og hávaxin blóm með djúpgrænum blöðum. „Hvað heita þessi?“ spurði ég almennilega afgreiðslumanninn. „Krísur“, svaraði hann. „Já, ókei. Og standa þær lengi?“ „Já. Þær standa mjög lengi,“ svaraði hann. Án þess að hugsa sérstaklega út í hvort mig vantaði yfirhöfuð fleiri krísur sem standa sérstaklega lengi ákvað ég að kaupa nokkur stykki til að fegra heimilið sem við annars erum öll á öllum stundum.

Krísurnar í blómavasanum eru enn sérlega frísklegar og í góðu standi en ég er hálfpartinn að vona að þær fari að láta á sjá upp úr 4. maí eða svo. En þangað til og töluvert þar eftir munum við setja skógarferðir í stað þess sem ekki er hægt að gera. Vegna þess að þannig, og með svolítilli áframhaldandi þolinmæði, verður allt hægt aftur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -