Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Hærri laun – Orsök eða afleiðing?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nú snýst kjarabarátta yfirleitt um hærri laun, og þar eru kennarar engin undantekning,
enda í kjarabaráttu. Það heyrist víða að þetta endalausa höfrungahlaup á hækkun
launa hafi kveðið upp verðbólgudrauginn sem hefur herjað á Íslendinga síðastliðin
misseri. En er það rétt? Er krafa launafólks um hærri laun eini sökudólgurinn?

Hver er grunnástæða þess að launafólk krefst hærri launa? Ef það er á annað borð
verðbólguhvetjandi og hefur neikvæð áhrif á kaupmátt. Það hljómar ekki vel fyrir hinn
almenna góm á vinnumarkaði.

Hvað veldur þessi?

Ég vill meina að þetta gerist kjölfar þess að kostnaður launþega eykst. Með öðrum
orðum, þegar það verður dýrara að lifa.

En hvers vegna verður það dýrara? Það getur haft margvíslegar orsakir en kostnaður
kemur nánast alltaf fram í formi dýrari matarkörfu.

- Auglýsing -

Matarkarfan hækkar því vörurnar sem verslanirnar selja hafa hækkað í innkaupum.
Þær hækka í innkaupum því heildsalar þurfa að taka á sig aukinn kostnað með
hækkandi verði hrávöru. Hrávaran hækkar í verði því það kostar meira en áður að
vinna og framleiða hana. Þar gæti hærri orkukostnaður til mynda spilað inn í. Þá er
orðið dýrara að grafa eða rækta og hráefni og hrávara rýkur upp í verði.

Hvernig byrjar þetta þá? Fer þetta í hring eins og Kaynískir stjórnmálamenn vilja
halda fram? En þetta virkar bara ef það er dælt auknum pening inn á kerfið. En
umræddur peningur fellur þá væntanlega í gildi. Og þá kemur verðbólga, því hvað er
verðbólga annað en umframmagn af peningum sem heldur áfram að elta sama magn
og þjónustu sem áður var til staðar. En hvar er vinnuafl í þessari hringrás?

Það gleymist oft að vinnuafl er bara vara sem verslað er með. Hún hefur ákveðinn
verðmiða líkt og þjónusta, orka og hrávara. Þegar harðnar í ári, er þá ekki eðlilegt að
kostnaður vinnuafls aukist eins og annað sem rýkur upp í verði. Vinnuaflið þarfnast
ekki hærri launa þegar gott er í sjóinn. Þegar jafnvægi er á efnahagnum.
Er þá krafan um hærri laun afleiðing slakrar hagstjórnar og peningaprentunar en ekki
orsökin?

- Auglýsing -

Höfundur er Kennari

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -