Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Heildarmynd góðrar heilsu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Björn Þór Sigurbjörnsson, einkaþjálfari

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að góðir hlutir gerast hægt. Við þekkjum það að það gefur ekki góða raun að hamast eins og ljón í einhverju átaki. Það oftar en ekki endar með því að við springum, fáum ógeð, hættum að hreyfa okkur og byrjum ekki aftur fyrr en í óefni er komið.

Kannastu ekki við það að þegar þetta fer að verða íþyngjandi, þér finnst þetta ekki skemmtilegt og þér finnst þú ekki hafa tíma? Er það vegna þess að þú hættir að sjá ávinninginn af því að hreyfa þig eða er það vegna þess að þú ert ekki að sjá þann árangur sem þú varst að vonast eftir að ná?

Ef þú svarar játandi báðum spurningunum er líklegt að við höfum kannski spennt bogann of hátt með því að ætla okkur um of og þar tengja margir, við höfum öll farið í gegnum svona tímabil og misst móðinn.

Í þessu samhengi finnst mér gott á að benda á gildismat okkar, við vitum að það er nauðsynlegt að hreyfa okkur, en það vantar stundum neistann til að halda áfram. Ég hef orðið þess áskynja að víða eru hlutirnir aðeins farnir að fara til verri vegar. Ástæðurnar eru margvíslegar eins og gefur að skilja í ljósi faraldursins sem geysar. En hvernig við bregðumst við er algjörlega í okkar eigin höndum. Við megum ekki skorast undan því að á einhverjum tímapunkti þurfum við að taka ákvörðun hvað við ætlum að gera sama hverjar aðstæðurnar eru og hverjar þær koma til með að verða. Það að taka ákvörðun er stórt skref sem kostar fórnir og orku, en við vitum að kemur til með að verða okkur til góðs. Samhliða þessari ákvörðun ættum við að setja okkur markmið, til þess að við séum ekki að byrja á því sama og við höfum lent í áður, það að ætla ser um of.

Gefðu þér smá tíma til að skrifa niður hvað þú ætlar að gera á morgun, vertu undirbúinn fyrir næsta dag eða næstu viku og skrásettu ef kostur er á klukkan hvað þú ætlar að taka frá tíma fyrir þig til þess að hreyfa þig og huga að þér. Þetta kallast að setja sér markmið til skamms tíma, eftir því sem þú gerir það oftar opnast betur fyrir þér betur hvernig þú getur sett þér háleitari markmið til lengri tíma.

- Auglýsing -

Markmiðin eru eldsneyti í ofni afrekana og því finnst mér mjög mikilvægt að við horfum á ávinninginn af því að setja okkur þau. Hreyfingin þarf ekki að vera löng og þú þarft ekki að klára þig ef þú hefur verið vanvirk/ur frá æfingum undanfarið. Við þurfum að stíga varlega til jarðar og vanda okkur við val á æfingum, ef við erum ekki búin að vera að hreyfa okkur og æfa þá geta ýmsar æfingar gert meira ógagn en gagn. Það skulum við hafa hugfast.

Ef þú ert ekki sátt/ur við það sem þú ert búin að vera gera undanfarið í hreyfingu og mat skaltu takmarka það að vera að rífa þig niður fyrir það, ekki bæta í lestina, þú ætlar að bæta úr þeim og það gerir þú ekki með niðurrifi. Hættu að einblína eingöngu á töluna sem er á vigtinni, eða sentimetrana.

Þróaðu heldur með þér nýtt gildismat á heilsu þinni: (Ráðlegg þér að skrifa niður þá þætti sem þú vilt viðhalda og bæta) – dæmi:

- Auglýsing -
  • Að borða næringaríka fæðu er gott fyrir mig, mér líður betur og verð orkumeiri, en það er enginn heimsendir þó ég hrasi, ég stend upp og held áfram. Það verður til þess að góðu dögunum fjölgar á kostnað slæmu.
  • Ég ætla huga að svefninum, ég ætla skrá hann og sjá þannig betur ávinninginn sem ég upplifi af því að halda honum í rútínu, ég kannski fer ég að vakna fyrr og taka mínar æfingar áður en hefðbundinn dagur hefst.
  • Ég ætla ætla gefa mér fyrir fram ákveðinn tíma til æfinga sem eru skipulagðar, ég ætla vinna á þeim svæðum sem ég þarf að bæta.
  • Ég ætla gefa mér tíma í slökun/hugleiðslu til að kyrra hugann.
  • Ég ætla leita mér aðstoðar eða spyrja spurninga ef þörf krefur.

Ef þú vinnur meira á heildrænni nálgun og endurskipurleggur sýn þína á bætta heilsu þá verður það til þess að það verður auðveldara fyrir þig að missa kílóin og sentimetrana og halda þeim af ef út í það er farið vegna þess að þú hefur meira vald á því sem þú framkvæmir og meiri yfirsýn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -