Davíð Már Sigurðsson skrifar
Blossa verðmæti upp fyrir tilviljun? Verða þau til í tómarúmi. Þeir sem þekkja til vita að svo er ekki. Annars væru fágætismálmar, jarðvarmi eða hrávara það eina sem til þyrfti. En tækifæri til verðmætasköpunar er víða að finna. En það þarf einhvern til þess að taka áhættuna. Ríða á vaðið. Einhvern með sýn, þekkingu og seiglu. En umræðan litast af því að þegar verðmæti verða til þá komi það eins og þruma úr heiðskýru lofti. Til að reka velferðarríki þurfa að vera til öflugir og menntaðir einstaklingar og öflugt atvinnulífi sem skila skatttekjum. Það þarf með öðrum orðum mannauð til að skapa verðmæti. En eru það bara ákveðnar stéttir sem geta gert tilkall til verðmætasköpunar.
Dagskrárvaldið er í höndum viðskiptaráðs og bakvið það standa ferðaþjónusta, sjávarútvegur og fleiri öflugar atvinnugreinar, sem vissulega skapa verðmæti, Íslandi til sóma. Oft er þó litið framhjá því að bak við hvern einstakling er að lágmarki tíu ára fjárfesting hins opinbera í formi menntunar í grunnskólum landsins. Auk þriggja til fimm ár í leikskóla, ásamt framhalds- og háskólanáms ef einstaklingurinn svo kýs. Opinber menntun er öflugasta jöfnunartæki velferðarsamfélags. Það er líka ástæða þess að við getum rekið hér þokkalega siðmenntað samfélag. Sem svo framleiðir öfluga verðmætaskapandi einstaklinga. Heimfærum þetta nú yfir á sérfræðinga í fræðslustarfsemi, kennaranna. Námskrá tilgreinir margvíslegt hlutverk kennara. Þeir þurfa að sinna kennslu, stjórnun, uppeldi, ráðgjöf, rannsókn og þróunarstarfi. Kennarar sinna þó töluvert flóknara starfi en hægt er að samsama í þessum örfáu orðum. Þarna kemur þó ekkert fram um verðmætasköpun, en hvað af sú væri raunin? Ef litið væri á kennara frá öðru sjónarhorni. Sem verksmiðjur sem vinna ákveðna auðlind og framleiða vöru sem er nemendur. Þessi vara hefur margvíslegt notagildi fyrir samfélagið, hún getur í rauninni orðið hvað sem er. Lögregluþjónn, læknir, verkfræðingur eða forseti. Eldur Ólafs í Amaroq Minerals eða Gummi í Kerecis.
Er þá hægt að færa rök fyrir því að kennarar skapi verðmæti?
Höfundur er grunnskólakennari