Þriðjudagur 24. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Hversu mikil er kynlífsánægja þín?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur hjá Domus Mentis geðheilsustöð.

Hvað veldur því að sum sambönd endast ævina út en önnur enda í skilnaði er ekki einfalt mál. En það eru ákveðin sannindi komin í ljós um það hvaða þættir eru hjálplegir og hvaða þættir eru það ekki. Kynlífsánægja, sambandsánægja og árangursrík samskipti eru lykilþættir.

Kynlífsánægju er ekki auðvelt að meta. Hún er huglægt mat einstaklings á því hversu ánægjulegt kynlífið er. Í rannsóknum þarf að setja hugtök í mælanlegt form. Því hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til þess að hlutbinda kynlífsánægju.

Tíðni er algeng mælieining í rannsóknum. Þegar tíðni er skoðuð í kynlífi þá er stundum metin heildartíðni kynlífs. En kynlíf er ekki alltaf skilgreint á sama hátt þ.e. hvaða athafnir flokkast sem kynlíf. Samfarir, annað kynlíf en samfarir og sjálfsfróun hefur allt verið tengt við aukna ánægju. Ef tíðnin væri markmiðið til að fá sem mesta ánægju út úr kynlífi, ætti aukin tíðni að þýða meiri ánægja. En rannsóknir hafa ekki stutt þessa kenningu. Rannsóknir sýna að tíðni umfram einu sinni í viku eykur ekki kynlífsánægju. Einu sinni í viku virðist því vera sú tíðni sem skapar mesta ánægju. Oftar eykur ekki ánægjuna, það dregur heldur ekki úr henni, en minni tíðni minnkar ánægjuna.

Fullnægingar er annar mælikvarði á kynlífsánægju. Þegar fólk telur meiri líkur á því að það fái fullnægingu í kynlífi eða sjálfsfróun þá er það ánægðara. Þrátt fyrir að fullnægingar vari aðeins í nokkrar sekúndur eru þær sterkur hvati. Fullnægingar auka því kynlífsánægju.

„Þrátt fyrir að fullnægingar vari aðeins í nokkrar sekúndur eru þær sterkur hvati. “

Nánd hefur líka verið skoðuð í þessu samhengi. Ef að fólk upplifir sig náið þeim sem það stundar kynlíf með á meðan það er að gera það þá er það ánægðara með kynlífið. Fólk í parsamböndum er ánægðara með kynlífið ef það talar um það. Það að ná tengingu í kynlífi eykur kynlífsánægju.

- Auglýsing -

Hvaða áhrif kynlífsánægja hefur á sambandsánægju er merkilegt. Kynlífsánægja hefur veruleg áhrif á sambandsánægju og hefur forspárgildi um skilnaði. Sambandsánægja hins vegar hefur ekki sömu áhrif á kynlífsánægju. Það er því ekki nóg að vera glaður í sambandinu til þess að kynlífið sé upplifað ánægjulegt. En sambandið verður betra ef maður er ánægður með kynlífið og kynlífsánægja virkar sem vörn gegn sambandsslitum.

Markmiðið þegar á að bæta kynlífið er alla jafna að auka kynferðislegar hugsanir og athafnir, styrkja örvun (líkamlega og hugræna) og fullnægingar. Þessi markmið eru öll góð og gild en mega síns lítils ef fólk upplifir ekki aukna kynlífsánægju samhliða því að þessum markmiðum sé náð. Það lítur því út fyrir að kynlífsánægja sé eins og allt annað. Hún er byggð á túlkun okkar.

Ánægjan felst í því hvernig við metum kynlíf okkar frekar en hvað við erum að gera.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -