Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Í leit að sökudólgi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Slys gerast. Það vitum við en oft er mjög erfitt að sætta sig við þau engu að síður. Þau eru eftir atvikum leiðinleg, slæm eða hræðileg. En sama hverjar afleiðingarnar eru þá hjálpar aldrei að bregðast við með því að leggja af stað í leit að sökudólgi. Sú tilhneiging er þó alltaf fyrir hendi og yfirleitt fyrsta viðbragð okkar flestra. Hvað er samt unnið með því að ásaka einhvern og fyllast reiði í hans garð? Jafnvel þótt slysið megi að einhverju leyti rekja til gerða einhvers eða einhverra hendir það alltaf vegna margra samverkandi þátta. Eitthvað stuðlar vissulega að því en það er ekki hægt að ásaka manneskju fyrir gerðir sem aldrei var ætlað meiða eða valda skaða. Hafi ásetningur legið að baki er nefnilega ekki lengur um slys að ræða heldur glæp og það er annað mál.

Katrín Mixa upplifði sig fasta í ákveðnu fari, staðnaða og hana langaði að brjóta upp mynstrið, ögra sjálfri sér og finna með því aftur ástríðuna fyrir lífinu. Hún ákvað að halda í hjálparstarf til Palestínu en móðir hennar var mjög ósátt við þá ákvörðun. Katrínu fannst erfitt að skilja þannig við hana en hélt sínu striki. Þegar móðir hennar stórslasaðist í bílslysi á leið heim eftir að hafa ekið með henni út á flugvöll flugu öll áform út um gluggann. Ekki kom annað til greina en að snúa við og reyna eftir bestu getu að vinnu úr þeim skelfilega veruleika sem nú blasti við.

„Þegar móðir hennar stórslasaðist í bílslysi á leið heim eftir að hafa ekið með henni út á flugvöll flugu öll áform út um gluggann.“

Eins og nærri má geta var öll fjölskyldan í áfalli og þegar þannig stendur á geta menn ekki alltaf stjórnað tilfinningum sínum. Katrín kenndi sér um slysið og þar sem fjölskyldan fékk litla hjálp við að vinna úr áfallinu urðu afleiðingarnar verri en ella. Í dag er hún 75% öryrki og hún telur að heilsubresturinn sé fyrst og fremst tilkominn vegna þess álags sem hún bjó við eftir þetta. Þótt hún og móðir hennar hafi náð að ræða út um málin sín á milli hvíldi sektarkenndin þungt á Katrínu. Læknar ávísuðu ýmsum lyfjum en þau gerðu illt verra að mati hennar og einnig tilraunir til að deyfa sig með áfengi. Móðir hennar lést fyrir tveimur árum eftir skammvinn veikindi og í dag er dóttir hennar ákveðin í að tileinka sér þá stóísku ró og æðruleysi sem einkenndi hana síðustu árin. Þrátt fyrir að að geta aðeins hreyft höfuð og andlit og lítillega handleggina setti móðir Katrínar svip á umhverfi sitt hvar sem hún var og hafði djúpstæð áhrif á samferðafólkið. Það er eftirsóknarverður eiginleiki og sýnir að hægt er að sigrast á öllu mótlæti.

Sjá einnig: Þegar lífið breytist á augabragði

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -