Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Íslendingar elska að hata fólk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Undanfarnar vikur hefur mynd af lesendabréfi úr DV frá árinu 2000 gengið á milli manna á internetinu. Titill þess er „Kynþáttahatur – eða þjóðernishyggja?“ og undir það skrifar „Íslenskur ríkisborgari“ og það er magnaður lestur.

Í bréfi þessu er varað við miklum straumi innflytjenda. Ríkisborgarinn segir að þeir séu yfirleitt dökkir og ofbeldisfullir ungir karlmenn sem komi til landsins til að lifa á kerfinu og bendir á hversu slæmt ástandið er á hinum Norðurlöndunum og að við verðum að passa okkur á að enda ekki í jafn slæmum málum og þau. Þá nefnir hann að íslensk málkunnátta sé að versna til muna vegna barna innflytjenda. Einnig hvetur hann stjórnmálamenn til að taka á þessu alvarlega vandamáli en tekur samt fram að sé aldeilis ekki með fordóma, hann vilji aðeins vernda íslenska menningu.

Maður veit varla hvort maður eigi að hlægja eða gráta yfir þessu bréfi því í raun væri hægt að skipta út orðinu innflytjandi fyrir hælisleitandi og það myndi smellpassa inn í týpíska Facebook umræðu árið 2024.



Íslendingar hafa lengi neitað að horfast í augun við þá staðreynd að stór hópur landsmanna hefur í gegnum tíðina hatað annað fólk að ástæðulausu. Hér eru klárlega ekki allir landsmenn á ferðinni, langt því frá, en nógu stór hópur til að hafa mikil áhrif.

Frá því að Ísland varð sjálfstætt land er rauður þráður í gegnum áratugina þar sem hópur fólks er hataður að ástæðulausu. Bretar, konur, kommúnistar, samkynhneigðir, svart fólk, asískt fólk, pólskt fólk, og múslimar eru meðal þeirra sem hafa fengð að finna hve mest fyrir hatrinu. Allt hefur þetta verið samfélagslega viðurkennt á einum eða öðrum tímapunkti í sögu okkar. Það þótti ekkert mál að tala um asískt fólk sem grjón í hópi fólks upp úr aldamótum. Þú myndir ekki finna marga fjölmenna vinnustaði í dag þar sem vel væri tekið í slíkt orðbragð en þú myndir hins vegar í dag finna fleiri og fleiri staði sem myndu ekki taka í illa í það ef talað væri um alla múslima sem ofbeldismenn.

Þetta virðist koma í bylgjum en auðvitað hættir hatrið aldrei að öllu leyti. Þeir hópar sem ég nefndi hér fyrir ofan geta vitnað til um það. Konur hafa í gegnum tíðina tekið við hatrinu þegar sauðirnir finna sér ekki nýjan minnihlutahóp til að hata. Kvenhatrið er eitthvað sem er hægt að draga fram aftur og aftur.

En það virðist stefna í að næstu ár fari í áframhaldi hatur á múslimum sem hafa langflestir ekkert gert nema bætt íslenskt samfélag.

En hvað næst?

Ég held að næsti hópur sem verði tekin fyrir sé trans fólk. Við fengum ágætis áminningu í sumar þegar logið var um að hnefaleikakonan Imane Khelif væri trans. Margir voru heldur betur tilbúnir til að stökkva á lestina og kepptust við að fordæma þátttöku hennar á Ólympíuleikunum í París. Svo þegar unnið var úr falsfréttaflækjunni kom í ljós að hún er kona. Ekki flóknara en svo. En skaðinn var skeður. Einhverjir telja ennþá að þarna hafi verið á ferðinni karlmaður að berja konur í hnefaleikum.

En það sást greinilega á umræðunni hérlendis að hluti fólks varð fyrir miklum vonbrigðum að hún væri ekki trans því það hefði verið fullkomið tækifæri, að þeirra mati, til byrja hatursorðræðu í garð trans fólks.

- Auglýsing -

Svo hjálpar það ekki að á Íslandi eru starfandi samtök sem hafa það að sínu eina markmiði að níðast á trans fólki.

Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. Ég vona að þessi hópur Íslendinga læri af reynslunni og hætti þessu ástæðulausa hatri.

En miðað við sögu okkar eru líkurnar ekki með mér í liði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -