Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Jóhann er látinn: „Hann var góður maður, léttur og kátur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhann Þór Sigurbergsson var fæddur þann 13. mars 1933 á a Grænhóli í Ölfusi. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum þann 27.apríl síðastliðinn. Jóhann starfaði alla tíð sem ljósmyndari og þótti hæfileikaríkur á því sviði. Hann skilur eftir sig eiginkonu, fósturdóttur, tvö barnabörn og tvö barnabarnabörn.

Ég valdi ekki foreldra en ég valdi mér fóstuforeldra þegar ég var níu ára og það var vel valið. Ég man þegar ég sá Ástu og Jóa fyrst. Þau litu út og virkuðu eins og venjulegir foreldrar. „Ég er búin að velja mér þessa fósturforeldra,“ sagði ég við mömmu.

Þau tóku mér vel og voru eins og foreldrar eiga að vera. Alltaf alsgáð, ég gat treyst þeim og þau treystu mér. Þau voru til staðar. Það var friður og ró á heimilinu, það er svo mikilvægt.

Jói var alltaf léttur og kátur. Þau hjónin voru alltaf mjög virk. Ásta og Jói voru alltaf með fasta miða á sinfoníutónleikana, voru í hugrækt og í Guðspekifélaginu. Hjónin ferðuðust mikið, bæði innanlands og utan. Jói var duglegur að taka myndir og var listamaður á sviði ljósmyndunar. Jói fór lítið án Ástu, þau voru mjög samstíga og samhent. Í minningunni voru þau alltaf saman. Ásta og Jói voru frábærar fyrirmyndir, þau lásu mikið og stofan var eins og bókasafn. Bæði voru þau fróð á mörgum sviðum lífsins. Reglurnar á heimilinu voru ekki strangar, ég mátti til dæmis vera í teyjó í stofunni, þau brostu bara til okkar stelpnanna. Við Jói pöntuðum hopputæki sem við skiptumst á að prófa inni í stofu, það var gleði. Jói var nánast daglega að grínast við matarborðið og var duglegur að segja fimmaurabrandara.

Á sumrin fórum við á flakk og Ásta sagði mér nöfnin á öllum fjöllum og vötnum sem við sáum. Áhugi minn var ekki mikill þá en eldmóður minn fyrir útivist, ferðalögum og náttúrunni kviknaði líklega við þessi ferðalög með hjónunum. Jói rifjaði upp æskuna á Arnbergi á Selfossi þar sem hann bjó ásamt foreldrum sínum og systkinum í litlu húsi. Hann starfaði í mjólkurbúi Flóamanna og keyrði um á vespu. Síðar tók hann mannamyndir og starfaði sem ljósmyndari á Selfossi. Í áratugi vann hann sem ljósmyndari fyrir Landmælingar Íslands. Hann tók mynd af Surtseyjargosinu sem rataði í erlent tímarit.

Eftir Jóa liggja 50 þúsund ljósmyndir sem hann gaf Héraðsskjalasafni Árnessýslu til varðveislu. Meirihluti þeirra voru landslagsmyndir af landinu okkar. Á síðari árum fóru Ásta og Jói meira í utanlandsferðir, þar tók hann margar myndir sem hann sýndi okkur þegar þau sneru aftur heim.

- Auglýsing -

Jói tók Alzheimer sjúkdómnum með æðruleysi og góðmennsku. Hann talaði bara um að honum liði vel og var hvers manns hugljúfi á Droplaugsstöðum, eins og honum var lagið, alveg fram að andláti.

Ég minnist Jóa með þakklæti. Hann var góður maður, léttur og kátur og gaf mér góðar minningar.

Halldóra María Steingrímsdóttir.

- Auglýsing -

Greinin er aðsend og birt í samráði við fjölskyldu Jóhanns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -