Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Kamilla leiðir lesendur í hugarró: Svona nærðu slökun á óvissutímum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Kamillu Ingibergsdóttur

Getum við með sanni sagt að við vitum hvað mun gerast á morgun? Við getum gert okkur það í hugarlund út frá dagatalinu okkar og hversdeginum en um morgundaginn ríkir alltaf óvissa. Við erum í raun í stöðugri óvissu því við vitum ekki hvað gerist á morgun. Við vitum ekki einu sinni hvað mun gerast á eftir. Það sem er öðruvísi um þessar mundir er að það ríkir óvissa á svo mörgum sviðum lífsins. Og þá getum við leitað í öryggið hið innra, og fundið þennan friðsæla tón sem við þekkjum og þráum. Stundum gleymum við hvernig hann hljómar en kannski þarf ekki nema fimm mínútur þar sem við reynum eftir fremsta megni að tengja okkur inn á við, og við munum.

En hvað felur það í sér að tengja sig inn á við, að rækta sjálfa sig? Það getur verið ólíkt frá einni manneskju til annarar. Það sem virkar fyrir mig þarf ekki endilega að virka fyrir þig. Lykilatriði er að það sé daglegt, færi athygli þína inn á við, veiti þér friðsæld en þó ekki þannig að þú deyfir þig. Svo er það bara ein mínúta í einu þar sem við æfum okkur. Ef við ætlum að verða góð í einhverju þá æfum við okkur. Það eru fæstir sem geta til dæmis iðkað hugleiðslu án þess að hugurinn fari á flakk strax frá byrjun. Og hugurinn mun alltaf fara á flakk. Það er í eðli hans. Hann er annað hvort að hugsa um það sem er liðið eða það sem hefur ekki gerst en um leið og við leiðum athygli hugans til dæmis að andardrættinum, og fylgjumst með honum, þá getum við hitt okkur sjálf í núinu. Andardrátturinn þekkir ekkert nema núið og þar er hægt að dvelja, þangað til komið er að næsta andardrætti, og næsta, og næsta.

Mig langar að bjóða þér að prófa hugleiðsluna hér fyrir neðan, setja þér jafnvel markmið að gera hana á hverjum degi í eina viku eða lengur. Sjáðu hvað gerist. Finndu hvernig einn daginn þessar mínútur þjóta hjá en hinn virðast þær vera heila eilífð að líða. Og þrátt fyrir alla óvissu sem ríkir þá getir þú treyst á að dagleg iðkun færir þig nær þér og leyfir þér að upplifa núið, nákvæmlega eins og það er, án væntinga og merkimiða. Á stað það sem við getum notið hvíldar, sett á pásu og hreinsað hugann. Því er ekki alveg jafn mikilvægt að hreinsa hugann eins og heimilið?

Leiðbeiningar fyrir hugleiðslu: Komdu þér fyrir í þægilegri sitjandi stöðu, sjáðu til þess að þú hafir næði í þessar nokkru mínútur og njóttu vel.

Kamilla Ingibergsdóttir er tónheilari, jógakennari og flytur inn heilagt kakó frá Gvatemala og hefur stundað hugleiðslu og sjálfsrækt um árabil. Frekari upplýsingar um Kamillu má finna á www.kako.is og í podcastinu Leiðin að sjálfinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -