Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Mannorðsmorðtilraun Mannlífs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 4. desember sl. æddi á ritvöllinn blaðamaður og skrifaði skoðanapistil í dulargervi fréttar með það að markmiði að sverta mannorð mitt á Mannlífi. Fyrirsögnin gaf tóninn: „Formaður játar hatur á trans fólki.“ Sönnunargögnin láta samt ekki sá sig.

Blaðamaður skrifar í fyrstu setningu: „Eldur Deville, formaður Samtakanna 22, hefur viðurkennt að hann hati trans fólk en það gerir hann í nýlegri færslu á samfélagsmiðlum Facebook.“
Mynd er birt af færslunni. Þar birti ég mynd með texta sem meðal annars andmælir ágæti þess að gelda og limlesta börn, lýsir andstöðu við barnaníðinga, talar fyrir vernd á einkarýmum kvenna, minnir á mikilvægi vísinda (líffræði, einhver?) og bendir á þann hrylling sem kynjafræðin, í umbúðum dagsins í dag, heldur valdið.

Ég segi svo í eigin texta: „Hver er stoltur transfób með mér?“, en er að vísa í textann á skiltinu. Hvergi lýsi ég yfir „hatri“ á fólki sem kallar sig trans fólk. Mér er raunar alveg sama hvað fullorðið fólk kallar sig – ofurhetjur, gíraffa, spámenn, galdramenn. Ég var að deila myndinni sem mér fannst fela í sér góðan og heilbrigðan boðskap.

Það er þessi ásókn háværustu meðlima trans samfélagsins í börnin sem ég hata. Hana hata ég innilega. Þessi háværi hópur, sem ég vona að sé minnihluti trans fólks án þess að vita það, á fyllilega skilið hatur, andúð, andmæli og fordæmingu. Ekki af því það er trans fólk, heldur af því það er að ásælast börn okkar. Hver hatar ekki barnaníðing?

Hvernig kemst blaðamaður þá að því að ég „hati“ trans fólk? Einfaldlega með því að skálda það upp, frá grunni, án nokkurrar tilvísunar í mínar yfirlýstu skoðanir.

Kannski ætti Mannlíf að breyta nafni sínu í Mannorðsmorð, en það er mögulega ósanngjarnt. Þar birtist líka gott og heiðarlegt efni, sem andstæða þessarar óheiðarlegu árásar á mig. Ég er vissulega hávær og með sterkar skoðanir og þeim mun meiri tilfinningar. En ég hata ekki trans fólk. Ég hata þá hugmyndafræði sem boðar limlestingar og geldingar á börnum. Ég vil að konur fái að eiga sín einkarými áfram. Ég vil að líffræðin sé áfram viðurkennd vísindagrein. Ég vil að fullorðið fólk geri það sem það vill, á meðan það skaðar ekki annað fullorðið fólk, og kalli sig það sem það vill mín vegna.

- Auglýsing -

Kannski blaðamaður ætti að líta sér nær áður en hann ásakar aðra um að hata. Hann hatar mig. Kannski vill hann gelda börn. Er þetta umræðuhefðin sem kemur okkur áleiðis? Ég held ekki.
Látið börnin í friði. Leyfum konum að vera konur í friði. Þá held ég að umræðunni sé lokið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -