Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Metinn að verðleikum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiðari úr 37 tbl. Vikunnar.

Hvenær varð manngildi mælt í peningum? Ég hef oft spurt mig þeirrar spurningar, einkum vegna þess að þegar ég var að alast upp þótti það umfram allt mælikvarði á manneskjuna að hún væri hjálpfús, greiðvikin og góð öðrum. Fyrir hrun fannst mér hins vegar lögmálið hver er sjálfum sér næstur, svo ríkjandi að menn hikuðu ekki við að bregða fæti fyrir félaga sína í lífsgæðakapphlaupinu og jafnvel sparka í þá liggjandi áður en þeyst var fram úr. Á hátíðis- og tyllidögum tala Íslendingar gjarnan um að samfélag okkar sé byggt á kristinni siðfræði. En í hverju felst hún? Jú, ef orð Krists eru skoðuð um  samhjálp, umburðarlyndi og auðmýkt. Ekki mjög áberandi eiginleikar í okkar samfélagi. Við skulum ekki gleyma að Kristur rak víxlarana og höndlarana út úr musterinu. Hann sagði auðuga manninum að gefa frá sér allan sinn auð og fylgja sér. Ef menn vilja vita hvaða augum Jesús leit peninga ættu þeir að kynna sér þessar ritningargreinar. Hann leit á þá sem afl til að jafna stöðu manna og gera gott, ekki eitthvað sem nauðsynlegt væri að safna í kistu sína og sitja á sem fastast nema þegar þurfi að kaupa sér virðingu.

Hvers vegna fór ég að hugsa um þetta? Jú, vegna þess að Sara Oddsdóttir markþjálfi er í forsíðuviðtali í þessu blaði. Þar talar hún um hversu árangursmiðað allt okkar viðhorf er. Frá barnæsku er börnunum kennt að keppa við aðra. Að sigra hvað sem það kostar því verðleikar eru metnir eftir í hvaða sæti þú lendir fremur en hversu hart þú leggur að þér. Samþykki fjöldans, virðing og aðdáun kemur einnig og fer eftir því sama. Enginn man hver lenti í fjórða sæti í keppninni en fyrstu þrjú eru frábær.

Sara er ein þeirra sem hefur valið að aðstoða fólk við að láta drauma sína rætast. Hún hlustar, greinir og flettir ofan af lögunum sem viðkomandi hefur byggt ofan á kjarnann. Og finnur baunina undir öllum dýnunum vegna þess að draumar þurfa ekki að vera stórir, þurfa ekki að snúast um fyrstu þrjú sætin eða jafnvel það fjórða og þegar þeir rætast gefur ekkert meira að miklir peningar séu í spilinu. Ég held að ef mönnum tækist að hægja aðeins á hlaupunum og hætta að safna aurum í kistu sína og nota þá frekar til góðs fyrir sjálfa sig og aðra fyndum við fljótt mun á tíðarandanum. Veljum þess vegna fyrirmyndirnar vel og tengjum ekki saman auð og manngæsku þótt vissulega geti það farið saman í einhverjum tilfellum.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -